Ég veit að gnægð er til af uppskriftum af múffum en þessi er ekki af þessum heimi og það sem á eftir að koma ykkur skemmtilega á óvart er að þær innihalda frosin jarðaber sem gera þær bæði sætar og safaríkar. Skora á ykkur að prófa....
250 g Hveiti
125 g Sykur
140 g Smjör
2 Egg
250 g Frosin jarðaber (maukuð)
1-2 msk Mjólk
1 tsk Lyftiduft
11/2 msk vanilla extract (Madagagar Bourbon frá Nielsen-Massey er mitt uppáhald)
12 stórar múffur.
Byrjið á því að þeyta saman mjúkt smjör og sykur og bæta síðan einu eggi við í einu og þeyta vel á milli. Þá er hveiti og lyftidufti bætt í og loks vanillu og pínu mjólk. Setjið frostnu jarðaberin í matvinnsluvél og maukið frekar fínt og bætið því síðan útí og blandi vel með sleif. Ef þið notið svona pappaform eins og sýnd eru á myndinni þá mæli ég með því að klæða þau með þessum gömlu hvítu þunnu sem fást í plast boxunum í öllum búðum. Fyllið hæfilega og bakið í 18-22 mín við 180 gráður.
Kökurnar sjálfa eru ekki mjög sætar þannig að krem úr hvítu súkkulaði fer þeim einstaklega vel. Gott að byrja á því að útbúa kremið áður en þið bakið kökurnar en geymið það ekki of lengi í ískáp því þá er ekki hægt að sprauta því á kökurnar J
150 g Hvítt súkkulaði
200 g Smjör
3 dl Flórsykur
1 msk Vanilla extract
1 tsk Rapunzel Bourbon Vanille duft (má sleppa og bæta þá bara við 1 msk vanilla extract í staðinn)
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og látið kólna, þeytið saman smjöri og flórsykri og bætið loks súkkulaðinu í og þeytið vel. Setjið í sprautupoka og sprautið á kökur, svo má skreyta kökurnar með jarðaberjum.
Njótið vel
Hildur
250 g Hveiti
125 g Sykur
140 g Smjör
2 Egg
250 g Frosin jarðaber (maukuð)
1-2 msk Mjólk
1 tsk Lyftiduft
11/2 msk vanilla extract (Madagagar Bourbon frá Nielsen-Massey er mitt uppáhald)
12 stórar múffur.
Byrjið á því að þeyta saman mjúkt smjör og sykur og bæta síðan einu eggi við í einu og þeyta vel á milli. Þá er hveiti og lyftidufti bætt í og loks vanillu og pínu mjólk. Setjið frostnu jarðaberin í matvinnsluvél og maukið frekar fínt og bætið því síðan útí og blandi vel með sleif. Ef þið notið svona pappaform eins og sýnd eru á myndinni þá mæli ég með því að klæða þau með þessum gömlu hvítu þunnu sem fást í plast boxunum í öllum búðum. Fyllið hæfilega og bakið í 18-22 mín við 180 gráður.
Kökurnar sjálfa eru ekki mjög sætar þannig að krem úr hvítu súkkulaði fer þeim einstaklega vel. Gott að byrja á því að útbúa kremið áður en þið bakið kökurnar en geymið það ekki of lengi í ískáp því þá er ekki hægt að sprauta því á kökurnar J
150 g Hvítt súkkulaði
200 g Smjör
3 dl Flórsykur
1 msk Vanilla extract
1 tsk Rapunzel Bourbon Vanille duft (má sleppa og bæta þá bara við 1 msk vanilla extract í staðinn)
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og látið kólna, þeytið saman smjöri og flórsykri og bætið loks súkkulaðinu í og þeytið vel. Setjið í sprautupoka og sprautið á kökur, svo má skreyta kökurnar með jarðaberjum.
Njótið vel
Hildur